Anna Sigurborg Harðardóttir
Leikskólastjóri
Anna Borg hóf störf við leikskólann Norðurberg haustið 1995 sem deildarstjóri. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands 1987 og starfaði fyrstu tvö árin á Seltjarnarnesinu. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar þar sem hún bjó og starfaði við fagið í sex ár. Anna Borg var verkefnisstjóri yfir þróunarverkefni á Norðurbergi, 1997-1998, sem bar heitið Umhverfismennt í leikskóla. Hún hefur farið víða um land og hér innan Hafnarfjarðar og haldið erindi um sama efni. Anna Borg varð leikskólastjóri á Norðurbergi haustið 1998. Hún er ábyrgðarmaður eftirfylgniteymisins vegna Snemmtækrar íhlutunar í málörvun barna, situr í umhverfisráði leikskólans (ábyrgðarmaður), í forvarnarnefnd leikskólans gegn slysum í leikskólanum, lausnarteymi leikskólans, í ferðanefnd leikskólans og skemmtinefnd 2019-2020. Anna Borg hefur áhuga á umhverfismálum, ferðalögum innan- sem utanlands, gömlum húsgögnum og munum, hreyfingu, bókmenntum, listum og fallegu handverki.