Starfsmannalisti

staff
Agnes Finnsdóttir
Starfsmaður í leikskóla
Klettaborg
Agnes hóf störf við leikskólann Norðurberg í nóvember 2000. Hún Agnes stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla 1981 til 1982. Agnes hefur unnið í leikskólunum Hvammi og á Hörðuvöllum á árunum 1988 -2000 og þess á milli þá sá hún um rekstur foreldrarekins gæsluvallar 1993 - 1996. Agnes situr í nefnd um innleiðingu á vináttuverkefninu Blæ 2019-2020 og í forvarnarnefnd leikskólans gegn slysum í leikskólanum. Áhugamál Agnesar eru föndur og prjón, ferðalög og útivera innanlands sem utan.
staff
Agnieszka Dorota Prazmowska
Aðstoð í eldhúsi/mötuneyti
Agnieszka hóf störf í leikskólanum í október 2022.
staff
Anna Horaczko
Háskólamenntaður starfsmaður
Klettaborg
Anna byrjaði í starfi 7. október 2021 í eldhúsi sem aðstoð.
staff
Anna Marzena Bielinska-Majewska
Deildarstjóri í leikskóla
Tröllagil
Anna kom til starfa á Norðurberg haustið 2012. Hún hóf fjarnám við HÍ menntavísindasvið samhliða vinnu í leikskólanum, haustið 2014. Anna lauk mastersgráðu frá sama skóla vorið 2020 í leikskólakennarafræðum . Anna hefur sinnt þýðingarstörfum innan leikskólans við pólskumælandi skjólstæðinga okkar. Áhugamál Önnu er lestur góðra bóka og ferðalög.
staff
Anna Sigurborg Harðardóttir
Leikskólastjóri
Anna Borg hóf störf við leikskólann Norðurberg haustið 1995 sem deildarstjóri. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands 1987 og starfaði fyrstu tvö árin á Seltjarnarnesinu. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar þar sem hún bjó og starfaði við fagið í sex ár. Anna Borg var verkefnisstjóri yfir þróunarverkefni á Norðurbergi, 1997-1998, sem bar heitið Umhverfismennt í leikskóla. Hún hefur farið víða um land og hér innan Hafnarfjarðar og haldið erindi um sama efni. Anna Borg varð leikskólastjóri á Norðurbergi haustið 1998. Hún er ábyrgðarmaður eftirfylgniteymisins vegna Snemmtækrar íhlutunar í málörvun barna, situr í umhverfisráði leikskólans (ábyrgðarmaður), í forvarnarnefnd leikskólans gegn slysum í leikskólanum, lausnarteymi leikskólans, í ferðanefnd leikskólans og skemmtinefnd 2019-2020. Anna Borg hefur áhuga á umhverfismálum, ferðalögum innan- sem utanlands, gömlum húsgögnum og munum, hreyfingu, bókmenntum, listum og fallegu handverki.
staff
Anna Þórðardóttir
Leikskólakennari
Álfasteinn
Anna hóf störf við leikskólann í september 2021. Anna lauk leikskólakennaranámi frá FÍ árið 1986 og fór síðan í framhaldsnám, Börn með sérþarfir, frá sama skóla árið 1990. Anna hefur unnið frá próflokum í Reykjavík við nokkra leikskóla og síðastliðinn 20 ár starfaði hún við leikskólann Jöklaborg, sem leikskólakennari, stuðningur, deildarstjóri og að lokum sem sérkennslustjóri leikskólans í 14 ár.
staff
Berglind Mjöll Jónsdóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Lundur
Berglind eða Bella hóf störf við leikskólann Norðurberg vorið 2003. Hún fór í fjarnám í leikskólafræðum við K.H.Í. og útskrifaðist sem leikskólakennari með B.ed. gráðu árið 2011. Hún sér um og skipuleggur tónlistarnám elstu barna leikskólans í góðri samvinnu við sína samstarfsfélaga og stjórnar Barnakórnum. Bella er í skemmtinefnd leikskólans 2019-2020.
staff
Chanika Sanjeewanie W A Dewage
Starfsmaður í leikskóla
Chanika kom til starfa í leikskólann í september 2017. Hún starfar við afleysingar og þá aðallega á Klettaborg og á Birkibóli. Chanika er í fæðingarorlofi veturinn 2021-2022.
staff
Día Björk Birgisdóttir
Starfsmaður í leikskóla
Birkiból
Día Björk kom fyrst til starfa í leikskólann Norðurberg 1997-2000. Þá flutti hún erlendis en kom tilbaka í leikskólann í nóvember 2002. Hún er með verslunarpróf og hefur hún unnið skrifstofustörf en jafnframt er hún með langa reynslu við störf í leikskóla í Danmörku. Día Björk situr í umhverfisráði og ferðanefnd leikskólans 2019-2021. Áhugamál Díu eru fjölskyldan, útivist, dans, ferðalög innanlands sem utanlands.
staff
Edith Þórðardóttir
Leikskólakennari
Tröllagil
Edith hóf störf við leikskólann Norðurberg haustið 2012. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari 1992. Edith vann lengi í leikskóla í höfuðborginni. Hún situr í nefnd um innleiðingu á vináttuverkefninu Blæ 2019-2020.
staff
Elín Ósk Traustadóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Álfasteinn
Elín hóf störf á Norðurbergi ágúst 2020. Hún er háskólamenntaður starfsmaður með bed gráðu í leikskólakennarafræðum. Elín stundar einnig vinnu sem þjálfari barna í Badminton hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Hún skellti sér í Lýðháskóla til Danmekur haustið 2018.
staff
Elwira Niewulis
Leikskólaleiðbeinandi A
Álfasteinn
Elwira kom til starfa í leikskólann Norðurberg haustið 2013. Elwira er með háskólpróf í Uppeldisfræði frá Póllandi.
staff
Gerður Ósk Grétarsdóttir
Leikskólaliði
Tröllagil
Gerður kom til starfa á Norðurberg í ágúst 2020.
staff
Gunnhildur Grímsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri (aðallega við stjórnun)
Gunnhildur hóf störf við leikskólann Norðurberg haustið 1997 eftir að hafa starfað í nokkur ár á Hlíðarbergi. Hún útskrifaðist úr Fósturskóla Íslands 1984. 1998 tók hún við deildarstjórastöðu og 1999 við stöðu aðstoðarleikskólastjóra. Gunnhildur er ábyrgðarmaður fyrir innritun barna í leikskólann og situr í lausnarteymi leikskólans. Gunnhildur hefur áhuga á ferðalögum, hreyfingu og bókmenntum.
staff
Heiðrún Traustadóttir
Starfsmaður í leikskóla
Heiðrún kom til starfa í leikskólann Norðurberg í nóvember 2015. Hún er sinnir afleysingastöðu í leikskólanum.
staff
Hlín Pálsdóttir
Leikskólakennari
Lundur
Hlín kom til starfa í leikskólann í ágúst 2017. Hún er menntaður leikskólakennari frá HÍ. Hlín er með stöðu leikskólasérkennara 2023-2024.
staff
Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir
Háskólamenntaður starfsmaður í leikskóla
Klettaborg
Hrafnhildur hóf störf við leikskólann 1. september 2022. Hún er með BA í þýsku frá HÍ.
staff
Hulda Patricia Haraldsdóttir
Sérkennslustjóri
Hulda hóf störf á Norðurbergi í maí 2005. Hún byrjaði ung að vinna í leikskóla, á Nóaborg í Reykjavík 1987 og hér á Norðurbergi 1989 og í Austurborg þar sem hún vann meira eða minna í 10 ár. Hún fór í tónlistarnám í Lýðháskóla í Noregi 1988, þaðan í Iðnskólann í Reykjavík í húsgagnasmíði. Árið 2001 hóf Hulda diplómanám í Kennaraháskóla Íslands. Hún útskrifaðist sem aðstoðarleikskólakennnari árið 2003 og en hélt áfram í skólanum og útskrifaðist með leikskólakennarapróf vorið 2005. Hulda lauk meistaraprófi, 2013, í Uppeldis-og menntunarfræðum frá HÍ, með áherslu á fjölmenningu og tvítyngi. Hulda var verkefnistjóri yfir þróunarverkefninu: Snemmtæk íhlutun yngstu barnanna árið 2014-2016. Hún situr í spjaldtölvunefnd og í skemmtinefnd 2019-2020.
staff
Iwona Gosk
Matreiðslumaður
Iwona kom til starfa í leikskólann í september 2015. Hún er menntaður matreiðslumaður frá Póllandi.
staff
Jóhanna Berentsdóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Birkiból
Jóhanna hóf störf við leikskólann Norðurberg vorið 2000. Hún stundaði nám við K.H.Í. og útskrifaðist sem leikskólakennari með B.ed. gráðu árið 1999. Jóhanna situr í forvarnarnefnd rýmingaráætlunar vegna bruna og í nefnd um innleiðingu á vináttuverkefninu Blæ 2019-2020. Áhugamál hennar og fjölskyldunnar er útivera og allt sem henni fylgir.
staff
Katrín Guðbjartsdóttir
Leikskólakennari
Lundur
Katrín hóf störf við leikskólann Norðurberg í sept. 1989. Hún fór í fjarnám í leikskólafræðum við K.H.Í. og útskrifaðist sem leikskólakennari með B.ed. gráðu, 1999. Katrín er með B.S. próf í Landafræði og próf í Uppeldis- og kennslufræði frá H.Í. Katrín átti 25 ára starfsaldur í leikskólanum haustið 2014. Hún situr í spjaldtölvunend 2019-2020 og í ferðanefnd leikskólans og er gjaldkeri hópsins. Katrín sér um álestur á hita og vatnsmælum leikskólans. Áhugamál Katrínar eru hannyrðir og ferðalög.
staff
Kolbrún Ása Björgvinsdóttir
Starfsmaður í leikskóla
Birkiból
Kolbrún hóf störf við leikskólann í janúar 2022. Hún er með stúdentspróf.
staff
Kristina Nicyte
Grunnskólakennari
Álfasteinn
Kristina hóf störf við leikskólann í ágúst 2021. Kristina er menntaður grunnskólakennari frá Litháen og hefur búið í mörg ár á Íslandi.
staff
Lena Sóley Yngvadóttir
Háskólamenntaður starfsmaður í leikskóla
Lundur
Lena hóf störf við leikskólann 12. maí 2022. Hún hefur lokið BA í viðskiptafræði frá HÍ.
staff
Lóa Björk Hallsdóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Lundur
Lóa Björk hóf störf við leikskólann Norðurberg í september 2003 sem deildarstjóri á Tröllagili. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari 1995 frá Fósturskóla Íslands og hefur unnið í leikskólum sem deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri. Hún vann í leikskólanum Suðurborg 1995-2001 og í leikskólanum í Stykkishólmi 2001-2003. Hún hefur unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Félag leikskólakennara og situr nú í dag í kjörstjórn KÍ og í kjörstjórn FL og er trúnaðarmaður leikskólakennara á Norðurbergi. Lóa Björk situr í ferðanefnd leikskólans og er tengiliður leikskólans við Stýrihóp til mótunar læsistefnu fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar 2014-2020. Lóa Björk er ábyrgðarmaður í nefnd um innleiðingu á vináttuverkefninu Blæ 2019-2020. Áhugamál Lóu Bjarkar eru útivera, íþróttir, ferðalög og föndur.
staff
Mirela N. Munteanu-Sipoteanu
Kennari
Tröllagil
Mirela kom til starfa í september 2021. Hún er menntaður kennari frá Rúmeníu en er til að byrja með í afleysingum í leikskólanum. Samhliða vinnu stundar hún nám í íslensku.
staff
Rebekka Rún Guðmundsdóttir
Leikskóla-og frístundaliði
Birkiból
Rebekka Rún hóf störf við leikskólann í ágúst 2023.
staff
Rósa Lilja Thorarensen
Kennari
Lundur
Rósa Lilja hóf störf við leikskólann í ágúst 2023. Hún er menntaður grunnskólakennari.
staff
Saara Annikki Gudmundsdóttir
Leikskólaleiðbeinandi b
Lundur
Sara kom til starfa í nóvember 2019 og er með Ba-gráðu í félagsráðgjöf frá HÍ.
staff
Sigríður Andersdóttir
Leikskólakennari
Birkiból
Sigríður, Sigga, hóf störf í leikskólanum Norðurbergi í júní 2001. Hún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands vorið 1985. Hún hefur unnið við leikskólastörf síðan þá, bæði sem leikskólastjóri, deildarstjóri og almennur leikskólakennari. Sigga sinnir stuðningi á Tröllagili 2019-2020. Helstu áhugamál Siggu eru fjölskyldan, umhverfismennt, ferðalög og andleg málefni.
staff
Sigríður Jenný Halldórsdóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Klettaborg
Sigríður Jenný, Sigga Jenný, hóf störf við leikskólann Norðurberg í febrúar 1998. Haustið 2000 fór hún í fjarnám í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri og lauk leikskólakennaraprófi með B.ed. gráðu vorið 2004. Sigga Jenný situr í nefnd um innleiðingu á vináttuverkefninu Blæ 2019-2020, umhverfisráði og ferðanefnd leikskólans 2019-2021. Áhugamál Siggu er að eiga notalega stund með fjölskyldunni í sumarbústaðnum fjarri skarkala heimsins.
staff
Sigríður Sigurðardóttir
Starfsmaður í leikskóla
Lundur
Sigríður, Sigga, hóf störf við leikskólann Norðurberg haustið 2016. Hún ber ábyrgð á eldhúsinu í Lundi og situr í umhverfisráði leikskólans 2018-2020.
staff
Soffía Jóhannesdóttir
Starfsmaður í leikskóla
Lundur
Soffía kom til starfa í leikskólann veturinn 2018. Hún er bakari að mennt og með langa starfsreynslu á þeim vettvangi.
staff
Zivilé Vaisyté
Sérkennari
Zivile kom til starfa við leikskólann í ágúst 2023. Hún er með meistaragráðu í sálfræði og sinnir sérkennslu.