Starfsemi foreldrafélagsins

Markmið foreldrafélagsins er að stuðla að velferð barna í leikskólanum og veita fjárhagslegan stuðning við ýmislegt í starfsemi leikskólans. Foreldrar borga félagsgjöld sem eru innheimt tvisvar á ári. Þessi peningur fer í að styðja við ýmis verkefni sem tengjast leikskólastarfinu s.s. jólastund, leikskýningu og jólasveini í aðventunni, fræðslufundi fyrir foreldra að vori, uppákomu á Opnu húsi á hverju vori, sumarferð og annað sem uppá kemur hverju sinni.

Í stjórn félagsins sitja allt að 7 fulltrúar foreldra og að lágmarki einn frá hverri deild. Leikskólastjóri situr fyrir hönd starfsmanna í stjórninni og heldur utan um félagsgjöldin ásamt gjaldkera félagsins.

Lög foreldrafélags Norðurbergs 2010

Samkvæmt lögum um foreldrafélög eiga að vera 3 fulltrúar foreldra í foreldraráði og skólaárið 2019-2020 sitja eftirfarandi foreldrar í foreldraráði leikskólans:

Ingibjörg Þ. Jóhannsdóttir
Vala Hrönn Isabel Pétursdóttir
Hafrún Pálsdóttir

Foreldraráðið les yfir allt útgefið efni á vegum leikskólans og gefur skriflega umsögn og skilar til leikskólastjóra.