Starfsmannalisti

staff
Agnes Finnsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Klettaborg
Agnes hóf störf við leikskólann Norðurberg í nóvember 2000. Hún Agnes stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla 1981 til 1982. Agnes hefur unnið í leikskólunum Hvammi og á Hörðuvöllum á árunum 1988 -2000 og þess á milli þá sá hún um rekstur foreldrarekins gæsluvallar 1993 - 1996. Agnes situr í Umhverfisráði leikskólans 2016-2018 og í forvarnarnefnd leikskólans gegn slysum í leikskólanum. Áhugamál Agnesar eru föndur og prjón, ferðalög og útivera innanlands sem utan.
staff
Anna Lilja Atladóttir
Leiðbeinandi í leikskóla
Álfasteinn
Anna Lilja hóf störf í leikskólanum í desember 2017. Hún hefur nokkurra ára starfsreynslu í leikskóla í Reykjavík. Anna Lilja starfar sem afleysing innan leikskólans.
staff
Anna Marzena Bielinska-Majewska
Leikskólakennari
Tröllagil
Anna kemur frá Póllandi og er búin að búa í nokkur ár á Íslandi. Anna kom til starfa á Norðurberg haustið 2012. Hún hóf fjarnám við HÍ menntavísindasvið, haustið 2014. Auk almennra uppeldis- og menntunarstarfa þá sinnir Anna þeim börnum sem koma frá Póllandi. Hún les og spjallar við þau á hverjum degi á pólsku og hjálpar til við þýðingar og annað er snertir fjölskyldur barnanna. Áhugamál Önnu er lestur góðra bóka og ferðalög.
staff
Anna Sigurborg Harðardóttir
Leikskólastjóri
Anna Borg hóf störf við leikskólann Norðurberg haustið 1995 sem deildarstjóri. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands 1987 og starfaði fyrstu tvö árin á Seltjarnarnesinu. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðrar þar sem hún bjó og starfaði við fagið í sex ár. Anna Borg var verkefnisstjóri yfir þróunarverkefni á Norðurbergi, 1997-1998, sem bar heitið Umhverfismennt í leikskóla. Hún hefur farið víða um land og hér innan Hafnarfjarðar og haldið erindi um sama efni. Anna Borg varð leikskólastjóri á Norðurbergi haustið 1998. Hún er ábyrgðarmaður eftirfylgniteymisins vegna Snemmtækrar íhlutunar í málörvun barna, situr í umhverfisráði leikskólans (ábyrgðarmaður), í forvarnarnefnd leikskólans gegn slysum í leikskólanum, samráðsteymi leikskólans og í ferðanefnd leikskólans. Anna Borg hefur áhuga á umhverfismálum, ferðalögum innan- sem utanlands, gömlum húsgögnum og munum, hreyfingu, bókmenntum, listum og fallegu handverki.
staff
Árný Björk Birgisdóttir
Kennari
Lundur
staff
Berglind Mjöll Jónsdóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Lundur
Berglind eða Bella hóf störf við leikskólann Norðurberg vorið 2003. Hún fór í fjarnám í leikskólafræðum við K.H.Í. og útskrifaðist sem leikskólakennari með B.ed. gráðu árið 2011. Hún sér um og skipuleggur tónlistarnám leikskólans í góðri samvinnu við sína samstarfsfélaga. Bella situr í teymi sem á að festa í sessi og fylgja eftir Snemmtækri íhlutun í málörvun barna.
staff
Chanika Sanjeewanie W A Dewage
Leiðbeinandi í leikskóla 
Klettaborg
Chanika kom til starfa í leikskólann í september 2017. Hún starfar við afleysingar og þá mest á Tröllagili og á Álfasteini.
staff
Día Björk Birgisdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Birkiból
Día Björk kom fyrst til starfa í leikskólann Norðurberg 1997-2000. Þá flutti hún erlendis en kom tilbaka í leikskólann í nóvember 2002. Hún er með verslunarpróf og hefur hún unnið skrifstofustörf en jafnframt er hún með langa reynslu við störf í leikskóla í Danmörku. Día Björk situr í Umhverfisráði 2015-2017 og ferðanefnd leikskólans. Áhugamál Díu eru fjölskyldan, útivist, dans, ferðalög innanlands sem utanlands.
staff
Edith Þórðardóttir
Leikskólakennari
Tröllagil
Edith hóf störf við leikskólann Norðurberg haustið 2012. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari 1992. Edith situr í eftirfylgniteymi vegna Snemmtækrar íhlutunar í málörvun barna 2015-2016.
staff
Elwira Niewulis
Leikskólaleiðbeinandi A
Álfasteinn
Elwira kom til starfa í leikskólann Norðurberg haustið 2013. Elwira er með háskólpróf í Uppeldisfræði frá Póllandi. Fyrir utan hefðbundin menntunarstörf þá tekur hún að sér að samverustundir með pólskum börnum í leikskólanum. Elwira situr í Umhverfisráði leikskólans 2014-2016.
staff
Gréta Örk Ingadóttir
Leiðbeinandi í afleysingum
Gréta Örk verður hjá okkur í almennum afleysingu fram til áramóta.
staff
Guðlaug Björgvinsdóttir
Þroskaþjálfi
Álfasteinn
Guðlaug, Gulla, kom til starfa í leikskólann Norðurberg haustið 2012. Hún útskrifaðist sem þroskaþjálfi 1986. Gulla situr í teymi um eftirfylgni í Snemmtækri íhlutun í málþroska ungra barna.
staff
Gunnhildur Grímsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri (aðallega við stjórnun)
Gunnhildur hóf störf við leikskólann Norðurberg haustið 1997 eftir að hafa starfað í nokkur ár á Hlíðarbergi. Hún útskrifaðist úr Fósturskóla Íslands 1984. 1998 tók hún við deildarstjórastöðu og 1999 við stöðu aðstoðarleikskólastjóra. Gunnhildur er ábyrgðarmaður fyrir þróunarverkefni um Læsi og stærðfræði sem verður í vinnslu 2015-2017. Hún situr í samráðsteymi leikskólans, er formaður nefndar um innleiðingu spjaldtölvu í námi barnanna og situr í skemmtinefnd starfsmanna leikskólans. Gunnhildur hefur áhuga á ferðalögum, hreyfingu og bókmenntum.
staff
Heiðrún Traustadóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Tröllagil
Heiðrún kom til starfa í leikskólann Norðurberg í nóvember 2015. Hún er sinnir afleysingastöðu í leikskólanum.
staff
Helga Leifsdóttir
Deildarstjóri
Tröllagil
Helga hóf störf við leikskólann Norðurberg vorið 2018. Hún stundaði nám við K.H.Í. og útskrifaðist sem leikskólakennari með B.ed. gráðu árið 1999. Helga er frá Reykjavík og flutti í Hafnarfjörðinn fyrir haustið 2015. Byrjaði að vinna á Austurborg í Reykjavík og var þar frá 1999 - 2011. Fór svo að vinna á einkareknum leikskóla sem heitir Regnboginn og er í Ártúnsholtinu í Reykjvík, var þar frá 2012 - 2018.
staff
Hildur Emma Ómarsdóttir
Leiðbeinandi
Tröllagil
staff
Hlín Pálsdóttir
leikskólakennari
Álfasteinn
Hlín kom til starfa í leikskólann í ágúst 2017. Hún er menntaður leikskólakennari frá HÍ.
staff
Hulda Patricia Haraldsdóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Álfasteinn
Hulda hóf störf á Norðurbergi í maí 2005. Hún byrjaði ung að vinna í leikskóla, á Nóaborg í Reykjavík 1987 og hér á Norðurbergi 1989 og í Austurborg þar sem hún vann meira eða minna í 10 ár. Hún fór í tónlistarnám í Lýðháskóla í Noregi 1988, þaðan í Iðnskólann í Reykjavík í húsgagnasmíði. Árið 2001 hóf Hulda diplómanám í Kennaraháskóla Íslands. Hún útskrifaðist sem aðstoðarleikskólakennnari árið 2003 og en hélt áfram í skólanum og útskrifaðist með leikskólakennarapróf vorið 2005. Hulda lauk meistaraprófi, 2013, í Uppeldis-og menntunarfræðum frá HÍ, með áherslu á fjölmenningu og tvítyngi. Hulda var verkefnistjóri yfir þróunarverkefninu: Snemmtæk íhlutun yngstu barnanna árið 2014-2016 og situr í eftirfylgniteymi leikskólans vegna Snemmtækrar íhlutunar í málörvun barna 2016-2017.
staff
Iwona Gosk
Aðstoð í eldhúsi/mötuneyti
Iwona kom til starfa í leikskólann í september 2015. Hún er menntaður matráður frá Póllandi og starfar sem aðstoðarmaður matreiðslumanns við leikskólann.
staff
Jóhanna Berentsdóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Birkiból
Jóhanna hóf störf við leikskólann Norðurberg vorið 2000. Hún stundaði nám við K.H.Í. og útskrifaðist sem leikskólakennari með B.ed. gráðu árið 1999. Jóhanna situr í forvarnarnefnd rýmingaráætlunar vegna bruna og hefur unnið í samstarfshópi um verkferla í viðbrögðum við áföllum. Hún situr í Þróunarteymi um læsi og stærðfræði 2015-2017. Jóhanna er vel gift, á þrjú börn og eru áhugamál fjölskyldunnar útivera og allt sem henni fylgir.
staff
Júlíana Vilhjálmsdóttir
Sérkennslustjóri
Júlíana hóf störf við leikskólann Norðurberg haustið 2003. Hún byrjaði í fjarnámi til leikskólakennara við KHÍ haustið 2004 og lauk því vorið 2008. Hún vann sem deildarstjóri á Tröllagili í nokkur ár og fór í meistaranámsleyfi 2013. Júlíana lauk meistaraprófi í október 2016, í Uppeldis-og menntunarfræðum frá HÍ með áherslu á sérkennslufræði. Júlíana situr í samráðsteymi leikskólans, er verkefnisstjóri í þróunarteymi vegna Læsi og stærðfræði 2015-2017. Áhugamál Júlíönu eru líkamsrækt, útivera og fjölskyldan.
staff
Kamila Nowak
Leiðbeinandi
staff
Katrín Guðbjartsdóttir
Leikskólakennari
Lundur
Katrín hóf störf við leikskólann Norðurberg í sept. 1989. Hún fór í fjarnám í leikskólafræðum við K.H.Í. og útskrifaðist sem leikskólakennari með B.ed. gráðu, 1999. Katrín er með B.S. próf í Landafræði og próf í Uppeldis- og kennslufræði frá H.Í. Katrín átti 25 ára starfsaldur í leikskólanum haustið 2014. Hún situr í ferðanefnd leikskólans og er gjaldkeri hópsins. Katrín situr í spjaldtölvunend leikskólans og að auki sér hún um álestur og hita og vatnsmælum leikskólans. Áhugamál Katrínar eru hannyrðir og ferðalög.
staff
Kristín Anna Guðjónsdóttir
Matreiðslumaður
Anna hóf störf við leikskólann Norðurberg í september 2005. Anna útskrifaðist úr Hótel- og Veitingaskólanum með sveinspróf í matreiðslu í janúar 2003. Lærði á Veitingahúsinu Horninu og Hótel Sögu. Hefur unnið á ýmsum veitingahúsum, í frystihúsum, í byggingarvinnu, sem handflakari, í fatahreinsun og sem þjónn. Anna situr í Umhverfisráði leikskólans 2014-2016. Áhugamálin eru allskonar skapandi hlutir!
staff
Kristín Fjóla Sigþórsdóttir
Leiðbeinandi í afleysingu
staff
Lilja Sólrún Guðmundsdóttir
Þroskaþjálfi
Lundur
Lilja Sólrún hóf störf við leikskólann Norðurberg í september 2011. Hún vann áður í 12 ár á leikskólanum Sólborg í Reykjavík. Lilja útskrifaðist úr Þroskaþjálfaskóla Íslands 1996. Lilja situr í spjaldtölvunefnd leikskólans 2014-2016. Áhugamál Lilju eru útivera, íþróttir, ferðalög, föndur og fjölskyldan.
staff
Lóa Björk Hallsdóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Lundur
Lóa Björk hóf störf við leikskólann Norðurberg í september 2003 sem deildarstjóri á Tröllagili. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari 1995 frá Fósturskóla Íslands og hefur unnið í leikskólum sem deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri. Hún vann í leikskólanum Suðurborg 1995-2001 og í leikskólanum í Stykkishólmi 2001-2003. Hún hefur unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Félag leikskólakennara og situr nú í dag í kjörstjórn KÍ og í kjörstjórn FL og er trúnaðarmaður leikskólakennara á Norðurbergi. Lóa Björk situr í ferðanefnd leikskólans og er tengiliður leikskólans við Stýrihóp til mótunar læsistefnu fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar 2014-2017. Lóa Björk situr í Þróunarteym um læsi og stærðfræði 2015-2017. Áhugamál Lóu Bjarkar eru útivera, íþróttir, ferðalög og föndur.
staff
Sigríður Andersdóttir
Leikskólakennari
Tröllagil
Sigríður, Sigga, hóf störf í leikskólanum Norðurbergi í júní 2001. Hún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands vorið 1985. Hún hefur unnið við leikskólastörf síðan þá, bæði sem leikskólastjóri, deildarstjóri og almennur leikskólakennari. Sigga er fulltrúi í samráðsteymi leikskólans. Helstu áhugamál Siggu eru fjölskyldan, umhverfismennt, ferðalög og andleg málefni.
staff
Sigríður Jenný Halldórsdóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Klettaborg
Sigríður Jenný, Sigga Jenný, hóf störf við leikskólann Norðurberg í febrúar 1998. Haustið 2000 fór hún í fjarnám í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri og lauk leikskólakennaraprófi með B.ed. gráðu vorið 2004. Sigga Jenný situr í skemmtinefnd leikskólans 2015-2017. Áhugamál Siggu er að eiga notalega stund með fjölskyldunni í sumarbústaðnum fjarri skarkala heimsins.
staff
Sigríður Sigurðardóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Lundur
Sigríður, Sigga, hóf störf við leikskólann Norðurberg haustið 2016.
staff
Sigurlína Ellertsdóttir
Leikskólakennari
Birkiból
Sigurlína, Lína, hóf störf á Norðurbergi í janúar 2001. Hún vann sem leiðbeinandi í leikskólanum Hvammi frá 1988 - 1995 en dreif sig þaðan í nám við Kennaraháskóla Íslands og lauk þaðan leikskólakennaranámi með B.ed gráðu 1998. Lína útskrifaðist úr Sjúkraliðaskóla Íslands 1981 og vann sem sjúkraliði í nokkur ár bæði á Landspítalanum v/Hringbraut og á Hrafnistu í Hafnarfirði. Áhugamál Línu eru ferðalög.
staff
Soffía Jóhannesdóttir
Leiðbeinandi
Lundur
staff
Unnur Björg Kristjánsdóttir
Leikskólakennari
Lundur
Unnur Björg hóf störf með leikskólann Norðurberg haustið 2006. Hún ústskrifaðist sem leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands 1989. Unnur situr í Þróunarteymi um læsi og stærðfræði 2015-2017.