news

Vinaganga

06 Nóv 2019

Í tilefni af vinaviku þá ætlum við að fara saman í vinagöngu á Degi eineltis föstudaginn 8. nóvember. Allir koma með ljósfæri með sér til að lýsa upp gönguna í morgunsárið. Við hefjum gönguna við Lund og við ljúkum göngunni í Lundi og söfnumst saman við eldstæðið og syngjum nokkur vinalög undir dyggri stjórn Bellu!