Viðbótarafsláttur á gjöldin

11 Okt 2017

Ágæta foreldri / forráðarmaður

Átt þú rétt á viðbótarafslætti?

Nú í upphafi skólaárs er nauðsynlegt að endurnýja umsóknir um viðbótarafslátt af leikskólagjöldum og verða ALLAR eldri umsóknir felldar úr gildi frá 1. nóvember n.k. Til að öðlast viðbótarafslátt þarf umsókn að berast í gegnum „MÍNAR SÍÐUR“. Reglur um viðbótarafslátt leikskólagjalda

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti viðbótarafslátt af leikskólagjöldum samkvæmt eftirfarandi tekjuviðmiðum foreldra og forráðamanna og reiknast afsláttur einungis af dvalargjaldi leikskólagjalda. Tekjuviðmið Brúttótekjur á ári á mán afsl.

Einstaklingur:

0 til 3.980.852 kr. 331.738 kr. 40%

3.980.853 til 4.777.022 kr. 398.085 kr. 20%

Fólk í sambúð

0 til 5.573.192 kr. 464.433 kr. 40%

5.573.193 til 6.687.831 kr. 557.319 kr. 20%

Afsláttur er reiknaður út frá álagningu 2017 vegna skatttekna ársins 2016, þ.e. samtalan af stofni til útreiknings tekjuskatts og útsvars (reitur 2.7) og fjármagnstekjum samtals (reitur 3.10.).

 Umsókn um afslátt þarf að berast fyrir 18. október og endurnýja fyrir hvert skólaár

 Umsóknir sem berast seinna þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar vegna leikskólagjalda næsta mánaðar. Leikskólagjöld eru ekki leiðrétt afturvirkt.

Fylgigögn sem þurfa að fylgja umsókn eru eftirfarandi:

 Staðfest afrit af síðasta skattframtali (hægt að nálgast rafrænt afrit á www.skattur.is)

o Ef tekjur umsækjanda/foreldra/forráðamanna eru lægri en þær sem koma fram á skattframtali þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:

 Launaseðlar síðastliðna þrjá mánuði

 Greiðsluseðlar vegna atvinnuleysisbóta(ef við á)

 Yfirlit yfir bætur frá Tryggingastofnun ríkisins (ef við á)

 Yfirlit yfir lífeyrissjóðsgreiðslur (ef við á)

Nánari upplýsingar á www.hafnarfjordur.is eða í þjónustuveri í síma 585-5500.

Bestu kveðjur Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar