news

Vegleg gjöf til leikskólans!

02 Sep 2019

Í síðustu viku kom Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur færandi hendi á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar með námsefnið „Lærum og leikum með hljóðin“. Efnið nýtist vel til þjálfunar m.a. til að bæta framburð barna, auka orðaforða og undirbúa læsi og hefur það hlotið ýmsar viðurkenningar. Efnið er m.a. hægt að fá lánað hjá bókasafni Hafnarfjarðar. Eins hefur Bryndís gefið út app sem ber sama nafn og er tilvalið fyrir foreldra að hlaða niður. Þökkum við Bryndísi kærlega fyrir og mun námsefnið nýtast vel hér á Norðurbergi.