news

Nýr Grænfáni á morgun!

03 Jún 2021

Á morgun er hátíðisdagur í leikskólanum. Við erum að taka á móti níunda Grænfánanum eftir öflugt verkefni þar sem við vorum að vinna með að minnka neyslu og kolefnisjafna starfsemina og samfélagið í leiðinni. Því miður verður ekki hægt að bjóða öllum foreldrum með vegna covid en það koma nokkrir góðir gestir til að fagna með okkur.