news

Í tilefni af Degi náttúrunnar!

18 Sep 2019

Í tilefni af Degi náttúrunnar þá hittumst við kringum eldstæðið, sungum öll saman og nutum veðurblíðurnnar á þriðjudaginn var. Börn og starfsmenn í Lundi elduðu sína fyrstu haustsúpu og notuðu kartöflur úr garðinum okkar sem grunn í þvílíkt góða súpu. Við verðum síðan að gera eitt og annað í vikunni en verðum að spila eftir veðrinu. Við eigum eftir að setja niður blómlauka og taka upp fleiri kartöflur. Einnig eigum við eftir að vinna í lífræna sorpinu, tæma moltutunnur fyrir veturinn.