news

Í lok viku

19 Nóv 2021

Þá er enn ein vikan búin! Sóttvarnir hertar en við látum það ekki stoppa okkur í skóladagatalinu. Hér áttum við dásamlega samverustund á Degi íslenskrar tungu! Við komum saman í Kastala, undir stjórn Berglindar Mjallar deildarstjóra, og sungum saman, fórum með þulu Jónasar Hallgrímssonar og að lokum las Anna Borg, leikskólastjóri, tvær bækur, skrímslabækur, eftir Áslaugu Jónsdóttur. Frábær gleðidagur og svo héldum við bókalestri í gangi út vikuna. Næst elstu börnin okkar fóru svo í Þjóðminjasafn Íslands í vikunni og auðvitað var leikið úti í fyrsta almennilega snjónum hingað til :)

.