news

Í lok viku!

11 Sep 2020

Það sem tíminn flýgur áfram en mikið er haustið búið að vera gott og notalegt hjá okkur á Norðurbergi. Við héldum uppá Dag læsis í vikunni með því að lesa meira en venjulega, alla vikuna, bæði úti og inni! Eitt og annað vara brallað, skemmtilegri leikir úti, farið í berjamó og göngutúra. Hlustað á ævintýri í "skóginum" okkar (austurlóðin), grisjað í skóginum og börnin græddu trjágreinar og auðvitað vildu allir fá stórar greinar en ekki hvað! Hópastarf hefst í næstu viku og eru allir mjög spenntir fyrir því, börn sem kennarar. Njótið helgarinnar :)