news

Í lok fyrstu viku september!

03 Sep 2021

Nóg að gera, fullt hús af börnum, börnum sem eru enn að aðlegast nýjum deildum, nýjum vinum og nýju starfsfólki. Börnin eru ótrúlega dugleg og seig og virðast njóta sín vel í leik og starfi, það sést á gleðinni sem skín úr hverju andliti. Við erum mest úti þessa daga, njótum þess að leika í fallegu lóðinni okkar á meðan hún er enn í fullum sumarskrúða. Við skilum líka mest úti og munum gera það meira eða minna í vetur.

Á myndinni eru tveir nýir starfsmenn á Álfasteini þær Anna Þórðardóttir leikskólakennari og Kristina Nicyte grunnskólakennari.

Njótið helgar með fjölskyldu og vinum!