news

Hrafnistusöngur!

17 Okt 2019

Við fengum góða heimsókn í dag þegar vinir okkar á Hrafnistu, Hrafnistukórinn, kom og söng dásamlega fyrir öll börn og starfsmenn leikskólans. Það er alltaf jafn gaman að fá þau til okkar og þau eru svo yfir sig sæl að koma og syngja fyrir okkur. Hér sátu 100 börn og hlustuðu á sönginn án vandræða. Í kórnum var langamma þriggja barna í leikskólanum og auðvitað fengum við að smella einni mynd af þessum fallega hópi. Kórinn fékk að sjálfsögðu góðar veitingar áður en þau héldu heim á leið.