news

Hópastarf farið af stað!

23 Sep 2019

Formlegt hópastarf er farið af stað á öllum deildum leikskólans. Það var ótrúlega gaman að ganga á milli deilda á fimmtudaginn var og sjá hversu einbeittir og glaðir allir voru í sinni vinnu með kennurum og félögum sínum. Hér má sjá nokkrar myndir úr smiðjuvinnu barnanna í Lundi og elstu barnanna á Tröllagili og Álfasteini. Á hverjum fimmtudegi fara þau í tónlist, textílmennt, myndlist, námsver, vísindahorn og í útikennslu. Því miður var vinnu í vísindahorni lokið þegar taka átti myndir. Myndir úr hópastarfi yngri barnanna koma í lok viku.