Hlaupaæfing/brunaæfing/slökkviliðið með fræðslu!

03 Okt 2017

Hér var hlaupið, hlaupið langt, hlaupið stutt, hlaupið hægt, hlaupið hratt!! Einnig var farið í þrautaæfingar inni sem úti! Góður dagur til hreyfingar undir fána Heilsubæjarins Hafnarfjörður (aðeins of mikið logn til að sjá fánann). Að auki var brunabjallan sett í gang og allir æfðu sig í að rýma húsið við ímynduðum bruna, þ.e. fara að næstu neyðarljósum við útgöngudyr. Allt gekk vel, flestir hugrakkir! Slökkviliðið var hér í húsi með fræðslu fyrir elstu börnin samhliða eftirliti á brunavörnum leikskólans. Allt í sóma hjá okkur og engar athugasemdir! Krakkarnir ótrúlega dugleg í fræðslunni og lærðu mikið en vissu líka mikið!!