news

Gjafir á jólum!

06 Jan 2020

Starfsmenn, börn og foreldrar leikskólans hafa í 19 ár stutt við hjálparstarf Rauða krossins með því að gefa pening sem hefur safnast á einu ári við dósasöfnun. Í ár gátum við afhent Rauða krossinum 31.192 kr. og fer þessi peningur í heilsugæslu á hjólum í Sómalíu. Við áttum yndislega stund í Kastalnum þar sem fulltrúi frá RK, Ragnhildur H. Hannersardóttir, kom og tók við framlagi okkar í ár.

Starfsmenn leikskólans ákváðu fyrir nokkrum árum að hætta að gefa jólagjafir sín í milli, en þess í stað var ákveðið að gefa pening (frjálst framlag) til lítilla félaga sem eru að vinna fyrir börn og aðstandendur þeirra. Í ár kusum við að gefa Dropanum, sem er félag til styrktar sykursjúkum börnum. Við afhentum formanni félagsins, Leifi Gunnarssyni, 64.500 kr. Sælla er að gefa en þiggja.