news

Minnkum kolefnissporið - 9. Grænfáninn!

04 Jún 2021

Þá er kominn nýr og fallegur Grænfáni á fánastöngina okkar! Til hamingju Norðurberg, til hamingju Hafnarfjörður! Við áttum yndislega stund saman úti í garði, tvö stutt ávörp, annað frá Önnu Borg og hitt frá fulltrúa Landverndar/Grænfánaverkefnis, Sigurlaugu Arnardóttur sem afhenti umhverfisráði barna fánann góða. Áður en við gengum fylktu liði að fánastönginni þá sungum við saman tvö lög undir dyggri stjórn Berglindar Mjallar, deildarstjóra í Lundi. Við erum svo hamingjusöm með nýja fánann og þökkum við starfsfólki Norðurbergjar fyrir flotta verkefnavinnu í vetur og einnig þökkum við foreldrum fyrir að taka þátt með okkur í gegnum nokkuð margar rafrænar kannanir.