news

Vinavika

08 Nóv 2019

Í þessari viku vorum við að vinna mikið með vináttuna. Við erum reyndar alltaf að vinna með vináttuna en núna bættum við því við að gera allskyns verkefni sem tengjast vináttu og samvinnu. Nokkrir hópar gerðu vináttu hjörtu, vináttu hring og vináttu listaverk. Þetta voru verkefni sem börnin gerðu saman og allir tóku þátt í að gera. Það voru gerð fleiri skemmtileg verkefni og hanga verk barnanna inná deild og frammi í fataklefa.

Við enduðum svo vikuna á að fara í vináttugöngu á „Degi gegn einelti“ 8. nóvember, með vasaljós/ luktir og vin í hönd. Gengum lítinn hring um hverfið og enduðum svo við eldstæðið í Lundi þar sem við sungum nokkur lög. Foreldrar voru velkomnir með og var þátttakan mjög góð.