news

Velkomin

23 Ágú 2019

Nú eru ýmsar breytingar búnar að eiga sér stað. Stór hópur barna fóru yfir á Lund í síðustu viku og þeirra verður sárt saknað en nú taka við nýjir tímar hjá þeim á nýrri deild. Í stað þeirra komu til okkar börn frá Birkibóli og Klettaborg en einnig komu 3 börn frá öðrum leikskóla. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin á Tröllagil. Þar sem veðrið hefur leikið við okkur síðustu daga þá höfum við verið mikið úti að leika. Í vikunni fengum við nýjan sand í sandkassann okkar og börnin skemmtu sér mjög vel við að fylgjast með stóru gröfunni moka sandinum. Í september hefst svo hópastarf hjá okkur.