news

Sumarhátíðin

11 Jún 2020

Sumarhátíðin var haldin með öðru sniði þetta árið og tókst vel. Við fengum Leikhópinn Lottu í heimsókn til okkar með skemmtilegt leikatriði. Börnin fengu að leika sér í lóðinni við Lund. Við sungum saman og síðan voru grillaðar pylsur.

Veðrið var yndislegt og nutu börnin sín vel með sápukúlum, leik, krítum og öðrum skemmtilegum leikjum úti þennan daginn. Góður og vel heppnaður dagur hjá okkur á Norðurbergi.