news

Síðustu dagar fyrir sumarfrí

02 Júl 2020

Það er búið að vera mikið um útiveru þessa síðustu daga. Veðrið leikur við okkur og þó að það sé rigning þá er mjög heitt úti. Krakkarnir njóta þess að vera úti að leika.

Í dag fimmtudag fórum við öll saman heim í garðinn hennar Helgu. Þar sem Helga er að fara hætta á Norðurbergi þá bauð hún öllum í íspartý í garðinum sínum. Krakkarnir fengu ís og á meðan las Helga sögu fyrir þau um Apaskottu og Apaskotta kom líka. Apaskotta ætlar síðan að eiga heima á Tröllagili með krökkunum.

Helga setti dót út í garð á teppi og krakkarnir skemmtu sér vel við að leika með "nýtt" dót.

Þar sem veðrið er með besta móti þá var ákveðið að hafa nónhressinguna úti.

Síðasti dagur fyrir sumarfrí er þriðjudaginn 7. júlí í næstu viku. Við opnum svo aftur fimmtudaginn 6. ágúst.

Eigið yndislegt sumarfrí

Kær kveðja frá okkur öllum á Tröllagili