news

Fyrsta vikan í október

04 Okt 2019

Þá er október komin með haustlægðirnar með sér. Í þessari viku höfum við verið í hefðbundnu hópastarfi, Lukkutröll fóru á Hrafnistu á þriðjudaginn, löbbuðu í hraunið á miðvikudaginn og fóru í smiðjur á fimmtudaginn í útistöð. Bullutröll og Skógartröll voru í kastalanum og Blæstund á þriðjudaginn, listasmiðju á miðvikudaginn og útinám á fimmtudaginn þarsem við byrjuðum á að fara í stóra garð að gróðursetja vorlauka og svo í miðgarð að í sandkassann að búa til sandkastala og leika í pollunum. Nátttröll fóru í listasmiðjuna á þriðjudaginn, fóru svo í útinám á miðvikudaginn þar sem þau gróðursettu lauka og fóru svo með pappír í pappírsgáminn. Á fimmtudaginn voru þau inni að spila og Blæstund. Brunavarnarbjallan fór í gang hjá okkur á miðvikudaginn og fimmtudaginn sem partur af rýmingaráætlun. Börnin stóðu sig mjög vel, nokkur urðu hrædd en fljót að jafna sig, seinni dagurinn gekk betur.