news

Dagur íslenskrar náttúru

19 Sep 2019

Á mánudaginn var dagur íslenskrar náttúru en þar sem veðrið var ekki að leika við okkur þá ákváðum við að færa hann um einn dag. Það var geggjað veður hjá okkur á þriðjudeginum og hittumst við öll við eldstæðið í Lundi. Þar var búið að kveikja eld og við sátum þar í hring og sungum saman.

Í næstu viku ætlum við svo að gróðursetja lauka sem koma síðan upp í vor. Það munum við gera í hópastarfinu okkar. Hópastarfið er hafið núna formlega og erum við að vinna með haustið og líkamvitund.