news

Bóka og bíóvika

18 Okt 2019

Í morgun, föstudag, skelltum við okkur í bíó í Kastalanum. Er það í tilefni af Bíó - og bókaviku sem er hér í Hafnarfirði núna. Við horfðum á mynd sem heitir "Palli var einn í heiminum" og er eftir samnefndri bók. Börnin horfðu á með miklum áhuga og vildu endilega fá að horfa á meira. Eftir bíóið fórum við út að leika. Einnig var í boði að horfa á Toy story 2 og Lukkutröll voru með Lundi að horfa á hana.

Lukkutröll fóru með Lundarkrökkum í Þjóðminjasafnið í vikunni og það gekk ótrúlega vel. Einnig fóru þau í smiðjurnar útí Lundi.

Bullutröll og Skógartröll fóru í blæstund og kastalann í þrautabraut, listasmiðju að mála sameiginlegt listaverk og í göngutúr útí hraunið með ávextina og saga var sögð með leikrænum tilþrifum.

Nátttröll fóru í göngutúr með hluta af krökkum frá Álfasteini útí Nettó með fernur í endurvinnslugámana. Einnig fóru þau í listasmiðjuna að mála köngla og fleira skemmtilegt.

Í gær fimmtudag kom Hrafnistukórinn að syngja fyrir allar deildirnar ( sjá og frétt og myndir á forsíðu heimasíðu)