news

Bangsadagur

25 Okt 2019

Þessi vika er búin að vera með hefðbundnu sniði, allir farið í sitt hópastarf, þar sem við spiluðum, æfðum okkur að klippa, fórum í umhverfismennt og í Blæstund. Í dag föstudag 25. október er alþjóðlegi bangsadagurinn og við ákváðum að hafa Blæ bangsann okkar í dag. Allir fóru með Blæ í sameiginlegu söngstundina í Kastala þar sem við sungum saman um vináttu. Við erum alltaf að æfa okkur í að vera betri vinir.