news

12. júní

12 Jún 2020

Þessi vika hefur verið með hefðbundu sniði, hópastarf, útivera, göngutúrar og frjálsi leikurinn. Fengum mjög gott veður á miðvikudaginn og þá tókum við út hengirúm og tjald og settum í stóra garðinn okkar. Börnunum fannst það æði. Ákváðum svo að borða nónhressinguna úti, náðum í bekk og borð og gerðum fínt fyrir okkur. Allir nutu þess að vera úti að leika, vonandi fáum við fleiri svona daga í sumar.