Útilega Þrasta
24 Jún 2020
Þrestir fóru í útskriftaferð í Skátalund við Hvaleyrarvatn dagana 15 og 16 júní. Börnin skemmtu sér mjög vel mikið var borðað, leikið, farið í ratleik, gróðursettar plöntur og skemmt sér vel í sólahring. Sofið var í tjöldum við skálann og sváfu allir mjög vel. Foreldrar komu svo þann 16. júní í útskrift barnanna þar sem þeim var afhent útskriftarbók. Foreldrar komu færandi hendi með gjafakörfu fyrir starfsmenn leikskólans og kunnum við þeim hjartans þakkir fyrir.

Við munum sakna þessa yndismola og óskum þeim velfarnaðar í grunnskólunum sínum í haust.
Framtíðin er björt.