news

Taupokar komnir í hólf allra barna í Lundi

05 Sep 2019

Okkur er mikil ánægja að segja ykkur frá því að nú hafa öll börn í Lundi fengið taupoka í hólfin sín sem nota á fyrir blaut föt og aukafatnað í og úr leikskóla. Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá var samstarfsverkefni milli Hrafnistu og Norðurbergs síðasta vetur að sauma fjölnota taupoka fyrir leikskólann sem börnin fá í láni þann tíma sem þau eru við nám í leikskólanum. Börnin voru glöð í morgun þegar við leikskólakennarar í Lundi réttu þeim sinn poka til afnota.