news

Lífið í Lundi

23 Ágú 2019

Starfsmenn Lundar bjóða börn og foreldra þeirra velkomin í Lund og hlakkar okkur mikið til samstarfsins í vetur. Aðlögun gekk vel og börnin farin að kunna vel við sig á deildinni. Margt nýtt og spennandi er í boði og lóðin í kringum Lund heillar börnin. Við erum strax byrjuð að finna verkefni fyrir veturinn og munum við leggja áherslu eins og fyrri ár á snemmtæka íhlutun í málþroska og erum við að bæta við þekkingu í tölum og stærðfræði. Megináhersla er þó lögð á leik barnanna og allt nám í Lundi fer fram í gegnum leikinn.