news

Í fréttum er þetta helst

30 Ágú 2019

Lífið er ljúft í Lundi. Veðrið leikur við okkur hvort sem það er rigning eða sól því það er alltaf gaman að leika úti. Börnin eru mjög dugleg að læra reglurnar í Lundi eldri nemendur kenna þeim yngri og ganga samskiptin glimrandi vel.

Þrestir eru að æfa sig fyrir ferð á Hrafnistu í næstu viku þar sem á að taka formlega við fjölnota pokum sem heimilisfólk bjó til í samvinnu við börnin á Norðurbergi. Þetta verkefni hófst vorið 2018. Sjá má umfjöllun í Fjarðarpóstinum um verkefnið Hér.

Fyrsta söngstund vetrarins var í morgun og æfðu Þrestirnir sig að standa fyrir framan áhorfendur og sungu dagskrána sem flutt verður á miðvikudaginn 4. október á Hrafnistu.