news

Fréttir síðustu daga

04 Okt 2019

Hlaupaæfing var í síðustu viku og gekk hún glimrandi vel allir duglegir og ánægðir að komast í mark.

Smiðjur fara vel af stað og skemmta börnin sér vel í vísindasmiðju að skoða hringrás vatns, útikennslu þar sem þau vinna stærðfræðitengd vekefni og hreyfingu. Í útikennslu skiptast á skin og skúrir í bókstaflegri merkingu því í síðustu viku var svo heitt að börnin leituðu að skugga en í þessari viku var öllum frekar kalt og þurftu að hreyfa sig mikið til að halda á sér hita. Í tónlist eru börnin búin að hlusta á sögur um veður og dansa rigningardans, dansa með regnbogafallhlíf og syngja veðursöngva. Myndmennt hefur einkennst af haustlitunum og í textílmennt hafa eldri börnin saumað saman útskriftabókina sína og þau yngri saumað stafinn sinn. Í námsveri hefur verið unnið með stafatengd verkefni.

Hljóm 2 gengur vel og eru helmingur þrasta búin að fara í það verkefni. Lóur og Krummar eru dugleg að fara í Hraunið okkar og vinna þar skemmtileg verkefni, fá sér nasl og hraunsafa og leika. Anna Borg kom og marmoreraði með þröstum fyrir úrskriftarbókinni og kom það mjög vel út verður gaman að sjá útkomuna þegar þau eru búin að líma blöðin á bókarkápuna.

Þrestir fóru í skóginn og söfnuðu birkifræjum og settum við þau í mold fyrir veturinn það verður aldeilis spennandi að sjá hvort eitthvað kemur upp í vor.

Við í Lundi erum dugleg að leika og æfum okkur á hverjum degi að vera góðir vinir og passa upp á félaga okkar það er mikilvægt að öllum líði vel í Lundi.