news

Annasöm vika í Lundi

18 Okt 2019

Það hefur verið mikið að gera hjá okkur í Lundi þessa viku.

Lóur fóru í Bókasafnið á mánudaginn og fengu sögustund á safninu ásamt því að skoða bókakost safnsins. Krummar fara síðar í október á safnið.

Á þriðjudag fóru Þrestir í Skógarferð í Höfðaskóg og voru mjög dugleg að ganga hringin í kringum Hvaleyrarvatn.

Krummar fóru í þjóðminjasafnið á miðvikudaginn og skoðuðu minjar frá fornri tíð og skemmtu sér mjög vel. Lóur voru búnar að fara í síðustu viku í safnið.

Á miðvikudag fóru Þrestir í Þjóðleikhúsið og sáu Ómar orðabelg. Leikritið fjallar um strák sem hefur gaman af því að leika sér með orð.

Fimmtudagurinn er smiðjudagur í Lundi og gengu þær sinn vanagang. Eftir hádegi komu vinir okkar í Hrafnistukórnum og sungu vel valin lög fyrir börnin í Kastala.

Í tilefna af Bóka og Bíó viku í Hafnarfirði sýndum við börnunum Leikfangasögu 2 í Kastala á föstudagsmorgun.