news

Náttúruskoðun 10. október

10 Okt 2019

Við fórum í langa og skemmtilega gönguferð í morgun og það var margt sem við sáum eða heyrðum. Við til dæmis heyrðum í fullt af fuglum vera að spjalla saman, við sáum og heyrðum í tveimur herflugvélum og við sáum sóparabílinn en það var mikill hávaði í honum.

Við eitt hús á Norðurvangi var flaggað með íslenska fánanum....

....og við annað hús á Norðurvangi, sem reyndar amma og afi Hilmars Atla eiga, var lítil grafa.

Þegar við komum aftur að leikskólanum komum við hjá Lundi og þar voru Lóa Björk og Gulla með hóp af börnun af Álfasteini í útikennslu.

Við sáum líka fullt af trám sem voru ekki með nein laufblöð en fullt af fuglaberjum

Agnes sagði að við hefðum labbað um 1kílómeter og stóðu börnin sig mjög vel....þetta var virkilega skemmtileg gönguferð.