news

Lífið á Klettaborg

04 Okt 2019

Það er alltaf nóg að gera hjá okkur á Klettaborg. Við erum búin að tína laufblöð sem við ætlum að nota í haustmyndina okkar, síðan erum við byrjuð á sandmyndinni en á henni byrjum við að teikna með blýanti, límum síðan strikin og stráum sandi yfir. Eftir að það þornar þá vatnslitum við myndina. Í tilefni af bleikum október lituðum við á bleikt blað og skreyttum deildina okkar. Hópastarfið er komið á fullt og allir búnir að fara í könnunarleik og skemmtu sér vel. Viðfangsefnin eru mörg hjá okkur í hópastarfinu og reynum við að hafa þau sem fjölbreyttust.

Brunaæfingarnar voru í vikunni sem leið og gengu þær þokkalega. Eitthvað var um grát en öll voru börnin fljót að jafna sig. Við vorum sest í nónhressingu þegar bjallan fór í gang fyrri daginn og tókum við öll börnin upp úr stólunum og fram í fataklefa. Seinni daginn vorum við í leik og fórum líka þá fram í fataklefa. Það var mikið rætt um brunabjölluna og eru öll börnin með það á hreinu hvar hún er.

Nú er farið að kólna og finnst okkur komin tími á kuldagalla, endilega komið með þá eftir helgi.

Við óskum ykkur góðrar helgar

Sigga Jenny, Agnes, Chanika og Kristín