news

Kveðjustund

19 Ágú 2019

Í síðustu viku kvöddum við 3 börn sem fluttu sig um deild. Dagur Rafn fór á Tröllagil og Maja og Freyja Sjöfn fóru á Álfastein.

Við vorum með smá kveðjuhóf fyrir þau og leyfðum þeim að bjóða vinum sínum upp á stjörnusnakk. Svo færðum við þeim kveðjuspjald frá okkur öllum.

Við erum strax farin að sakna þeirra en vitum að þeim líður ofsa vel á nýjum stað og gengur allt vel hjá þeim....svo er ekki langt fyrir okkur að fara í heimsókn og fá knús.

Elsku Dagur Rafn, Freyja Sjöfn, Maja og fjölskyldur

Takk kærlega fyrir samveruna síðastliðin vetur.

Sigga Jenny, Agnes, Sigga og Chanika.