news

Sumarval

09 Jún 2017

Miðvikudaginn 7. júní hófst sumarval hjá okkur á Norðurbergi. Það fer þannig fram að eftir morgunmat velja börnin úr ýmiskonar viðfangsefnum sem eru í boði í útiverunni. Til dæmis er hægt að velja að sulla, fara í gönguferð, taka þátt í garðyrkjustörfum og kríta. Þetta sumarval verður á miðvikudagsmorgnum í sumar.