news

Sumarval

27 Maí 2021

Í gær byrjaði sumarval hjá okkur. Það þýðir að við bjóðum börnunum upp á að velja sér hvað þau vilja gera í útiverunni áður en þau fara út. Sumarvalið verður í útiveru fyrir hádegi á miðvikudögum og börnin hafa val um að gera eitthvað meira spennandi en dags daglega, við komum t.d með að bjóða upp á sull, sápukúlur, garðyrkju, leiki, fara í garðinn við Lund og margt fleira.